2. 5. 1 Endurmenntunarstefna

Skólinn telur afar mikilvægt að starfsfólk hafi jafnan rétt til endurmenntunar og að því sé gefinn kostur á að sækja námskeið, sem haldin eru til að auka færni þeirra í starfi. Stjórnendur skólans telja æskilegt að kennarar sæki viðurkennd námskeið, málþing og/eða fagráðstefnur árlega. Skólinn tekur, eftir atvikum, þátt í kostnaði þeirra námskeiða sem álitin eru til gagns fyrir starf í þágu skólans.  Einnig er það stefna skólans að fá til sín fyrirlesara og halda námskeið til að fjalla um nýjustu leiðir, strauma og stefnur í námi og kennslu.