3. 6 Skólafundir

Skólafundir á sal með öllum starfsmönnum og nemendum eru haldnir reglulega. Þar er kynnt og rætt allt sem viðkemur daglegu skólastarfi. Á þessum fundum eru borin upp mál eftir atvikum og ræður þá meirihluti atkvæða á fundinum ákvörðun.  Skólameistari boðar til fundar. Skólameistari hefur samráð um dagskrá skólafunda við stjórn nemendafélagsins og fulltrúa starfsfólks. Fundargerð skólafundar er kynnt skólanefnd.