5. 12 Skráning og meðferð upplýsinga

Meðferð persónuupplýsinga fer eftir lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Skólinn skráir námsferla nemenda, námsárangur, viðveru og fleiri upplýsingar sem varða skólagöngu þeirra með rafrænum hætti í gagnagrunn (Innu). Aðgangur kennara, náms- og starfsráðgjafa og stjórnenda er takmarkaður við þá nauðsyn sem tilheyrir störfum þeirra og uppfyllir lagaheimildir.  

Starfsfólk skólans sem aðgang hefur að gögnum um nemendur er bundið trúnaði og óheimilt er að veita persónulegar upplýsingar um nemanda án samþykkis þess sem í hlut á og forráðamanna ef um er að ræða nemanda yngri en 18 ára.