3. 7 Kennarafundir

Kennarafundir eru haldnir reglulega. Skólameistari boðar til fundar. Fundargerð kennarafundar skal kynnt skólanefnd. Almennir kennarafundir fjalla um stefnumörkun í starfi skóla, m.a. námskipan, kennsluhætti, gerð skólanámskrár, tilhögun prófa og námsmat. Skólanefnd, skólameistari og skólaráð geta leitað til kennarafundar um önnur mál. Kennarafundur kýs við upphaf haustannar fulltrúa í skólaráð og áheyrnafulltrúa í skólanefnd.