6. 2 Umsjónarkennarar

Allir nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar hafa umsjónarkennara. Markmiðið með umsjón er að stuðla að góðu námsgengi nemenda, koma í veg fyrir brottfall og stuðla að góðri líðan. Umsjónarkennarar miðla upplýsingum til nemenda, fræða þá um skólann og aðstoða við námsval. Umsjónarkennarar eru talsmenn nemenda gagnvart stjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki.