5. 2 Grunnþættir menntunar og lykilhæfni

Samkvæmt Aðalnámskrá framhaldsskólanna (2011) eru sex grunnþættir menntunar sem endurspeglast eiga í öllu skólastarfi framhaldsskóla. Grunnþættirnir eiga að vera sýnilegir í námi og kennslu nemenda, starfsháttum, skipulagi og þróunaráætlunum skóla svo og tengslum hans við samfélag sitt. Lykilhæfni er ætlað að tengja grunnþættina við markmið um hæfni nemenda að loknu námi. Lykilhæfnin snýr að nemandanum sjálfum og er þannig nemendamiðuð útfærsla á áherslum grunnþátta. Í Menntaskóla Borgarfjarðar er lögð áhersla á að grunnþættir menntunar fléttist inn í allt skólastarfið. Að læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun séu sýnilegir þættir í kennslu og námi nemenda (sjá nánari útfærslu á heimasíðu skólans) https://menntaborg.is/skolinn/grunnthaettir-menntunnar/