5. 14 Ábyrgð nemenda og skyldur

Menntaskóli Borgarfjarðar leggur áherslu á skýrar verklagsreglur um réttindi og skyldur nemenda. Reglur eru birtar í skólanámskrá og gerðar aðgengilegar nemendum, forráðamönnum og öðrum er málið varðar. Nemendur skuldbinda sig til að stunda nám sitt af kostgæfni og fylgja í einu og öllu reglum skólans og fyrirmælum kennara og stjórnenda. Nemendur geta alltaf skotið ágreiningsmálum er varða skólastarfið til skólameistara eða stjórnar skólans ef svo ber undir.