5. 6. 2 Leiðsagnarmat

Námsmat í MB byggist fyrst og fremst á leiðsagnarmati en formleg annarpróf í lok anna eru ekki til staðar. Vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Leiðsagnarmat getur hvort sem er verið formlegt þ.e. próf eða óformlegt, þ.e. mat á frammistöðu í verkefnum og annarri vinnu samþætt öllu skólastarfi. Megintilgangur leiðsagnarmats er að gera nemendur meðvitaða um það sem þeir læra, hvernig þeir læra og hvað er ætlast til af þeim. Leiðsagnarmat þarf að vera þannig að það sé sífelld endurgjöf frá kennaranum um nám og frammistöðu nemenda á hverjum tíma, til þess að endurgjöfin hafi einhverja þýðingu. Frammistöðumat er mikilvægur þáttur í leiðsagnarmati því þá hefur kennarinn tækifæri til að leiðbeina nemendum um hvað betur má fara, og hvað vel er gert, í þeim tilgangi að þeir geti bætt sig. 

Þar sem ekki eru formleg annarpróf heldur leiðsagnarmat gerir skólinn miklar kröfur til námsmatsaðferða.  Einkunnir við lok áfanga eða sérstakra áfangamarkmiða eru gefnar í heilum tölum á bilinu 1 – 10 og koma þannig fram á námsferli. 

Matið er markmiðatengt.  

Einkunn                               Markmið 

  • 10          u.þ.b.           95 – 100% 
  • 9               –                85 – 94% 
  • 8               –                75 – 84% 
  • 7               –                65 – 74% 
  • 6               –                55 – 64% 
  • 5               –                45 – 54% 
  • 4               –                35 – 44% 
  • 3               –                25 – 34% 
  • 2               –                15 – 24% 
  • 1               –                  0 – 14% 

Formleg skrifleg próf eru hluti af ofangreindum matsaðferðum.  Til að standast námsmat í áfanga og hafa leyfi til að hefja nám í næsta áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5.