3. 1 Stjórn

Menntaskóli Borgarfjarðar ehf. kt. 530606-0900, var stofnaður 4. maí 2006. Rekstrarform skólans er einkahlutafélag og eru hluthafar 157, stærsti einstaki hluthafinn er sveitarfélagið Borgarbyggð. Stærsti hluti eigendahópsins eru einstaklingar búsettir í Borgarbyggð og fyrirtæki staðsett í Borgarbyggð. Stjórn skólans skipa sex einstaklingar kosnir á hluthafafundi. Stjórnin fer með málefni skólans og skal sjá um að skipulag og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi sbr. 44. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Stjórn skólans ræður skólameistara, hann ber ábyrgð á daglegum rekstri og starfi skólans. Hann gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma. Skólameistari ber ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og hefur frumkvæði að vinnu við skólanámskrá og umbótastarfi innan skólans. Nöfn stjórnarmeðlima má finna á heimasíðu skólans https://menntaborg.is/skolinn/stjorn-skolans/