Reglur um meðferð heimilda

Ritstuldur felur í sér að nemandi hagnýtir sér í verkefnum sínum og ritsmíðum  hugverk annarra án þess að láta þess getið og vísa til heimilda eftir þar til  gerðum reglum. Gildir þá einu hvort um er að ræða búta úr verki eða verkið í  heild.

Með hugverki er átt við höfundarverk á borð við bækur, greinar, ritgerðir, aðrar  ritsmíðar, myndir eða annað jafnt á prenti, tölvutæku formi eða á annars konar  formi sem tilheyrir tilteknum rétthafa þess.

Viðurlög við brotum
Verði nemandi uppvís að ritstuldi eða misferli í verkefnavinnu ræðir kennari við hann og gerir honum grein fyrir alvarleika málsins. Verkefnið telst ógilt og nemandi fær einkunnina 0.  Ef nemandi heimilar öðrum að endurrita verkefni sem hann hefur unnið fá báðir 0 fyrir verkefnið. Brot skulu færð í athugasemdir um nemanda á Innu.

Við ítrekuð brot á ritstuldi þá fer nemandi í viðtal hjá skólameistara eða aðstoðarskólameistara.
Í Menntaskóla Borgarfjarðar er stuðst við APA-heimildaskráningar-kerfið