Námið

Undanfarin misseri hefur verið unnið að því að móta nýja námskrá fyrir skólann, byggða á nýjum framhaldsskólalögum frá 2008 og nýjum almennum hluta aðalnámskrár fyrir framhaldsskóla. Hér á síðunni má finna upplýsingar um þær brautir sem í boði eru.

Upplýsingar um eldri námsbrautir: FélagsfræðibrautNáttúrufræðibrautAlmenn brautStarfsbraut

Félagsfræðabraut

Á félagsfræðabraut er megin áherslan á samfélagsgreinar og kjarnagreinar. Í samfélagsgreinum er lögð áhersla á nám til jafnréttis, lýðræðis og mannréttinda. Um er að ræða 200 eininga nám til stúdentsprófs. Námstími er að jafnaði 6 annir. Félagsfræðabraut er ætlað að veita nemendum undirbúning undir nám í mennta- félags- og hugvísindadeildum háskóla.  Nánari upplýsingar má finna hér.

Íþróttafræðibraut

Á íþróttafræðibraut er megin áherslan á íþróttafræði, íþróttagreinar og þjálfun auk kjarnagreina. Í kjarna brautar er lögð áhersla á eftirfarandi grunnþætti; læsi, sköpun og sjálfbærni auk áherslu á heilbrigði og velferð. Um er að ræða 200 eininga nám til stúdentsprófs. Námstími er að jafnaði 6 annir. Á íþróttafræðibraut er hægt að velja á milli tveggja leiða; félagsfræðasvið eða náttúrufræðisvið. Íþróttafræðibraut er ætlað að veita nemendum undirbúning undir leiðbeinendastörf hjá íþróttafélögum og frekara nám á háskólastigi í íþrótta-, kennslu- og heilsufræðum.

Náttúrufræðibraut

Á náttúrufræðibraut er áhersla á kjarnagreinar, auk sérgreina brautarinnar í stærðfræði og raungreinum. Á náttúrufræðibraut er lögð áhersla á eftirfarandi grunnþætti; læsi, sköpun og sjálfbærni. Um er að ræða 200 eininga nám til stúdentsprófs. Námstími er að jafnaði 6 annir. Markmið náttúrufræðibrautar er að búa nemendur undir nám í raunvísindum og skyldum greinum á háskólastigi. Nánari upplýsingar má finna hér.

Náttúrufræðibraut – búfræðisvið
Náttúrufræðibraut þar sem nemendur velja búfræðisvið er ætlað að  veita nemendum undirbúning undir háskólanám í náttúru- og búvísindum og tekur að jafnaði 4 ár. Nemendur taka tvö fyrstu árin í Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem megináherslan er á kjarnagreinar til stúdentsprófs og valdar greinar á sviði raunvísinda. Tvö seinni árin taka nemendur við búfræðibrautina á Hvanneyri. Nemendur útskrifast með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar og búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Nánari upplýsingar má finna hér.

Opin braut

Á opinni braut til stúdentsprófs er megin áherslan á kjarnagreinar. Nemendur velja sér sjálfir þá leið sem þeir kjósa að fara. Nemendur velja að lágmarki 114 einingar til viðbótar við kjarna sem er 86 einingar. Um er að ræða 200 eininga nám til stúdentsprófs. Námstími er að jafnaði 6 annir. Opin braut er ætlað að veita nemendum undirbúning undir nám í ýmsum deildum háskóla. Nánari upplýsingar má finna hér.

Framhaldsskólabraut

Almenn braut er eins árs námsbraut með möguleika fyrir nemendur að færa sig yfir á stúdentsprófsbraut að loknu fyrsta námsári. Brautin er ætluð nemendum sem ekki uppfylla inntökuskilyrði á aðrar námsbrautir. Lögð er áhersla á grunnþjálfun í kjarnafögum. Nánari upplýsingar má finna hér.

Starfsbraut

Starfsbraut er námstilboð fyrir nemendur sem ekki geta nýtt sér almennt tilboð framhaldsskóla og hafa greiningu fagaðila. Námið er að mestu bóklegt en verklegt eins og kostur. Námstími er 4 ár.  Meginmarkmið námsins er að gera nemendur virka þátttakendur í þjóðfélaginu og sjálfbjarga í daglegu lífi að því marki sem hverjum og einum er mögulegt. Enginn brautarlýsing fylgir með í skólanámskránni þar sem leitast er við að búa til einstaklingsnámskrár eftir atvikum hverju sinni.  Nánari upplýsingar má finna hér.