Skólaþróun

Skólaþróun Menntaskóla Borgarfjarðar

Menntaskóli Borgarfjarðar hefur löngum verið þekktur fyrir að vera sveigjanlegur og framsækinn skóli og gefur ekkert eftir þessi misserin. Vorið 2020 skipulagði skólinn ráðstefnu sem bar heitið “Menntun fyrir störf framtíðarinnar.” Ráðstefnan endurspeglaði á margan hátt það sem fullrúar atvinnulífs á Íslandi og OECD telja vera mikilvæga hæfni fyrir framtíðina og hvaða áherslur ættu að vera í menntun ungs fólks í dag. Á vorönn 2021 fékk skólinn til liðs við sig hóp einstaklinga úr atvinnulífi og menntamálum sem fékk það verkefni að skoða hverskonar nám og kennsluaðferðir gætu undirbúið ungt fólk fyrir áskoranir dagsins í dag og til framtíðar. Stóru málin í heiminum eins og fjórða iðnbyltingin, umhverfismálin og sjálfbærnimarkmið sameinuðuþjóðanna ásamt lýðfræðilegum áskorunum kalla á aukna nýsköpun á öllum sviðum mannlífs og samfélags. Stefnur íslenskra stjórnvalda í menntamálum og nýsköpun til ársins 2030 endurspegla mikilvægi þess að ungt fólk búi yfir hæfni og eiginleikum til að geta tekið þátt í að móta nýjar lausnir í góðri samvinnu við aðra og þvert á greinar til þess að mæta áskorunum dagsins í dag og framtíðar.

Tillögur vinnuhópsins „Menntun fyrir störf framtíðar“ (pdf)

Ráðstefnan „Menntun fyrir störf framtíðar (youtube)