Stafræn hönnun og miðlun

Stafræn hönnun og miðlun nær til allrar rafrænnar miðlunar efnis. Miðlunin fer fram í gegnum ýmsar veitur eins og samfélagsmiðla, vefsíður, hlaðvörp svo eitthvað sé nefnt.

Í öllum áföngum skólans er lögð áhersla á að nemendur öðlist leikni í að setja fram og miðla hugmyndum sínum og þekkingu með faglegum og ábyrgum hætti í gegnum stafrænar leiðir. Það er meðal annars gert í gegnum verkefnavinnu í hverjum áfanga.

Nemendur hafa aðgang að mynd- og hljóðveri ásamt opnu skapandi rými í Kvikunni sem nýtist þeim í námi og utan skólatíma.