Stafræn hönnun og miðlun

Stafræn hönnun og miðlun

Stafræn hönnun og miðlun nær til allrar rafrænnar miðlunar efnis. Miðlunin fer fram í gegnum ýmsar veitur eins og samfélagsmiðla, vefsíður, hlaðvörp svo eitthvað sé nefnt. Unnið er að því að setja upp stúdíó í Framtíðarveri skólans sem mun gera nemendum kleift að læra að búa til efni og miðla þekkingu sinni með faglegum og ábyrgum hætti. Nemendur öðlast þá leikni í að setja fram hugmyndir sínar myndrænt í gegnum stafrænar leiðir og miðla þeim þannig.

Á haustönn 2022 munu brauta- og áfangalýsingar skólans endurspegla þessa áherslu.