Kvikan

Kvikan í Menntaskóla Borgarfjarðar er staður þar sem allt getur gerst. Þar sem hugmyndir geta orðið að veruleika.

Kvikan er náms- og kennslurými fyrir fjölbreytta og skapandi vinnu í öllum áföngum skólans. Nemendur og starfsfólk getur nýtt sér aðgang að tækjum og hugbúnaði sem gagnast í verklegri kennslu í öllum greinum ásamt þjálfun í stafrænni hönnun og miðlun.

Í Kvikunni er að finna mynd- og hljóðver þar sem hægt að er að taka upp, vinna myndbönd og hljóð og ganga frá stafrænu efni á faglegan hátt.

Einnig hýsir Kvikan opið fjölnota rými sem styður við nýsköpun og þróun frumgerða á hugmyndum með því að bjóða aðgang að verkfærum eins og þrívíddarprenturum, laser skerum, vinyl skerum, pressum og saumavélum og rými til listsköpunar.

Kvikan í MB er lifandi og þróast í takt við þarfir skólans og nærsamfélag.