2. 4 Sérstaða

Menntaskóli Borgarfjarðar hefur leitast við að marka sér sérstöðu með eftirfarandi hætti:

  • að leggja áherslu á jákvæðan lífsstíl og andlegt heilbrigði með persónulegri þjónustu við nemendur
  • að skipulag náms sé fjölbreytt, einstaklingsbundið og sveigjanlegt
  • að áfangakeðjan STÍM sé hluti af öllum stúdentsbrautum
  • að stafræn hönnun og miðlun sé áhersluþáttur í flestum áföngum skólans
  • að bjóða uppá námsbrautina Náttúrufræðibraut – búfræðisvið í samstarfi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri
  • að vera í nánu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir í nærumhverfi sínu
  • að vera í fararbroddi hvað varðar námsmat og endurgjöf til nemenda
  • að nemendur vinni lokaverkefni út frá áhugasviði og geti skilað vinnu sinni með fjölbreyttum hætti