5. 6 Námsmat

Samkvæmt Aðalnámskrá framhaldsskóla skal námsmat byggja á margvíslegum námsmatsaðferðum og fela í sér traustar heimildir um hæfni nemenda. Námsmatið á að taka til allra þátta námsins þannig að þekking nemandans, leikni og hæfni auk framfara sé metin. Námsmatsaðferðir geta verið verklegar, munnlegar eða skriflegar, falið í sér sjálfsmat, jafningjamat, símat og lokamat. 

Námsmat í Menntaskóla Borgarfjarðar er fyrst og fremst leiðsagnarmat en formleg annarpróf í lok anna eru ekki til staðar.  Vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann.  Endurgjöf fer fram á fimm vikna fresti á svokölluðum vörðum en lokaeinkunn áfanga er birt á í lok hverrar annar.