6. 9 Nemendahandbók

Vit-inn er handbók nýnema sem ætlað er að hjálpa nýjum nemendum að laga sig að því samfélagi sem skólinn er.  Eitt af því sem gerir nemendum erfitt fyrir í upphafi náms síns í framhaldsskóla er sú breyting sem verður við það að skipta um skólastig, aukin ábyrgð á eigin námi, aukið valfrelsi o.s.frv. Með útgáfu handbókar leggur skólinn sitt af mörkum við að aðstoða nemendur að laga sig að þessum breytingum þannig að þær hafi sem minnst áhrif á vinnu þeirra í skólanum. Nemendahandbók er gefin út ár hvert og birt á heimasíðu skólans. Í nemendahandbókinni koma fram helstu upplýsingar fyrir nemendur um t.d. skipulag námsins, upplýsingar um námsbrautir, skólasókn, námsmat, kennsluhætti, umsjónarkerfið, ýmsa þjónustu við nemendur, nemendafélag og fleira.