6. 5 Moodle og Inna

Moodle er kennslukerfi skólans. Þar sækja nemendur verkefni, kennsluefni, skila verkefnum og hafa samskipti við kennara og aðra nemendur. Inna er upplýsingakerfi framhaldsskóla. Þar geta nemendur skoðað m.a. einkunnir, stundatöflu, skráningu yfir mætingar og námsferil. Nemendur nota eigin lykilorð til að komast inn á Moodle en nota rafræn skilríki við skráningu á Innu.