Kveðja

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Lára Lárusdóttir stúdent frá Menntskóla Borgarfjarðar og fyrrum kennari lést  þann 9. janúar s.l. Útför Láru fer fram í dag, 24. janúar, klukkan 14:00 frá Reykholtskirkju. Það er með virðingu og þakklæti sem starfsfólk og nemendur minnast Láru.  Vera hennar í MB einkenndist af vandvirkni, samviskusemi og sérstakri umhyggju fyrir sínu samstarfsfólki og nemendum. Sem kennari var Lára nemendum góður …

Svefn og áhrif orkudrykkja – forvarnarfræðsla

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Nemendur MB hlýddu á frábæran fyrirlestur um mikilvægi svefns og áhrif orkudrykkja á líkamlega og andlega heilsu ungmenna. Rætt um svefnheilbrigði og tengsl orkudrykkja við t.d. einbeitingu og skap. Bent á leiðir til að bæta svefnvenjur og gæði svefns. Fyrirlesarinn Stefanía Ösp frá Heilsulausnir kom til okkar í boði Krabbameinsfélag Borgarfjarðar og þökkum við kærlega fyrir.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar óskar nemendum, foreldrum og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Skrifstofa skólans verður lokuð frá 22. desember til  2. janúar. Hafa má samband við skólann á netfangið menntaborg@menntaborg.is ef um brýnt erindi er að ræða. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi þann 6. janúar kl. 9:00 samkvæmt stundaskrá.

MB í Landandum á RÚV

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Nokkrir nemendur MB eru með verk sín til sýnis á Samsýningu framhaldsskólanna í Sögu við Hagatorg, sem er nýtt húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Sýningin er hugsuð til að sýna almenningi afrakstur nemenda og mynda framtíðartengsl. Eins að sýna fram á mikilvægi þess að styðja við og efla menntun á sviði sjálfbærni, nýsköpunar – og frumköðlastarfs, og STEAM samþættingar í íslensku …

Ný stjórn NMB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Kosningar í stjórn Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2025 – 2026 fóru fram á vordögum. Nýju stjórnina skipa þau Ernir Daði Sigurðsson formaður, Guðmundur Bragi Borgarsson gjaldkeri, Guðný Óladóttir skemmtanastjóri og Marta Lukka Magnúsdóttir ritari. Nú í skólabyrjun var svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema – Þóru Kolbrúnu Ólafsdóttur. Við óskum nýrri stjórn innilega til hamingju með kjörið …

Útivistarferð á haustönn 2025

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Á haustönn er kenndur áfanginn Útivist og þar er viðfangsefnið gönguferðir og undirbúningur þeirra.  Þriðjudaginn 2. september sl. fóru 16 nemendur ásamt kennurum (Bjarna og Sössa) í útivistarferð á vegum MB. Ferðin í þetta sinn var tveggja daga gönguferð. Fyrri daginn var gengið upp með Gljúfurá um 10 km. leið að Langavatni. Gist var í leitarmannaskálanum Torfhvalastöðum við Langavatn. Seinni …

Upphaf haustannar

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Haustið hefur farið vel af stað hér í MB. Aldrei hafa fleiri nemendur verið skráðir í nám en þetta haustið. 140 nemendur stunda staðnám við skólann en nemendafjöldinn í heild er 219 manns núna í upphafi september.  Sú mikla ásókn sem við finnum fyrir gefur góðan byr í seglin fyrir starfsfólk skólans að gera áfram vel og betur.  Vísa þurfti …

Innritun í fjarnám MB á haustönn er lokið

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Innritun í fjarnám fyrir haustönn 2025 er lokið og viljum við þakka innilega fyrir þann mikla áhuga sem skólanum hefur verið sýndur.  Fullsetið er nú í þá  áfanga sem skólinn býður upp á.

Upphaf kennslu

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu mánudaginn 18. ágúst. Allir nemendur og foreldrar/forráðamenn (fram að 18 ára aldri) geta séð sína stundaskrá í INNU, nemendaskráningarkerfi,  sjá tengil hér; https://inna.is/ . Hér skrá sig allir inn á rafrænum skilríkjum. Ef innskráning er ekki að virka má hafa samband við skrifstofu menntaborg@menntaborg.is Í INNU geta nemendur einnig séð í hvaða áfanga þeir eru skráðir …

Upphaf skóla

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Nú er innritun nýnema í MB lokið þetta vorið. Nemendur hafa fengið svarbréf í gegnum island.is sem við biðjum foreldra/forráðafólk og nýnema að lesa vel. Það er mjög mikilvægt að skoða Innu (inna.is) og athuga hvort netföng og símanúmer eru rétt skráð hjá nemanda og foreldrum/forráðafólki. Við bendum á að úthlutun um pláss á Nemendagörðum fer fram síðar í þessari …