Home » Fréttir

Category Archives: Fréttir

Innritun á vorönn 2021

Opið fyrir umsóknir dagana 1. – 30. nóvember.

Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2021 verður dagana 1. – 30. nóvember. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 4337700

Málstofa – lokaverkefni

Útskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt má þar nefna; Fangelsi á Íslandi, betrun eða refsing, vísindabyltingin, Albert Einstein, José Mourinho og árangur hans, þróun tónlistar, Akira Kurosawa og áhrif hans á kvikmyndir og leiðir til að læra nýtt tungumál. Nemendur kynntu verkefni sín í morgun og svöruðu fyrirspurnum á málstofu. Kynningarnar voru góðar og augljóst að nemendur hafa lagt metnað í vinnuna. Sökum aðstæðna voru nemendur bæði á staðnum og á Teams.

Skólahald næstu viku

Skólahald næstu viku mun verða með aðeins breyttu sniði.

Áfram verða sömu áfangar kenndir í staðnámi.  Hinsvegar munu kennarar í þeim fögum einnig hafa „opið“ á TEAMS þannig að hægt er að fylgjast með kennslustundum yfir netið.

Ef nemendur óska eftir því að fá að sitja þessa  áfanga heima en ekki mæta á staðinn þarf að sækja um það sérstaklega á skrifstofu skólans (menntaborg@menntaborg.is)

Við mælum með því að nemendur nýti sér það að mæta í kennslustundir og munum því meta þessar beiðnir vandlega.

Annað sem breytist er að við munum kenna íþróttir fyrir þá nemendur sem eru í staðnámi. Þeir mæta því í íþróttir á sínum tíma í stundaskrá. ALLIR aðrir nemendur þurfa að skila inn hreyfingu til Íþróttakennara. Íþróttakennari hefur nú þegar sent skilaboð um það fyrirkomulag til ykkar.

Að öðru leyti mun kennsla næstu viku verða óbreytt, við minnum hinsvegar á að næsta föstudag 23ja október er námsmatsdagur í MB og því ekki kennsla. Eins er vetrarfrí mánudaginn 26. október.

Viðburðir

október, 2020

Engir viðburðir

X