Home » Fréttir

Category Archives: Fréttir

Skólameistari MB

Jöfnunarstyrkur – umsóknarfrestur til 15. október

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna jöfnunarstyrks á skólaárinu 2019 – 2020. Nemendur sækja um jöfnunarstyrkinn á heimasíðu LÍN www.lin.is/jofnunarstyrkur Umsóknarfrestur vegna haustannar 2019 er til 15. október næstkomandi.

Ný stjórn nemendafélags MB

Kosningu í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2019 – 2020 er lokið. Nýju stjórnina skipa þau Gunnar Örn Ómarsson gjaldkeri, Elís Dofri G. Gylfason formaður, Erla Ágústsdóttir ritari, Daníel F. Einarsson skemmtanastjóri og Bjartur Daði Einarsson meðstjórnandi.