Home » Fréttir

Category Archives: Fréttir

Brautskráning 2020

Föstudaginn 29. maí voru 24 nemendur brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari flutti annál skólaársins við athöfnina. Elís Dofri G. Gylfason nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema við góðar undirtektir.  Að venju er utanaðkomandi aðila boðið að vera með gestaávarp við brautskráningu en að þessu sinni var það í höndum Ævars Þórs Benediktssonar eða Ævar vísindamanns fyrrum Borgfirðings, Hann hvatti nemendur áfram á sinn einstaka hátt.

Þá er hefð fyrir tónlistaratriðum frá útskriftarnemum við brautskráningu og Atli Snær Júlíusson sem einnig fékk sérstök verðlaun Menntaskóla Borgarfjarðar sem taka mið af einkunnarorðum skólans Sjálfstæði – Færni – Framfarir spilaði tvö lög á gítar með Gunnari Ringsted. Atli Snær tók eldri rokkslagara sem heillaði viðstadda.

Að þessu sinni voru 6 nemendur brautskráðir af Félagsfræðabraut, 5 af Náttúrufræðibraut, þrír af Íþróttafræðibraut – náttúrufræðisviði, tveir af Íþróttafræðibraut – félagsfræðasviði  fjórir af Náttúrufræðibraut – búfræðisviði, þrír af Opinni braut og einn af starfsbraut.

Svava Björk Pétursdóttir  fékk viðurkenningu frá Arion banka fyrir bestan námsárangur á stúdentsprófi. Bragi Þór Svavarsson skólameistari ávarpaði útskriftarnema í lok athafnar þar sem hann óskaði þeim gæfu og gengis og hvatti nemendur til áframhaldandi góðra verka hvort heldur er í leik eða starfi. Bragi nefndi einnig mikilvægi Menntaskóla Borgarfjarðar í samfélaginu og rifjaði upp hversu mikið gæfuspor það var fyrir Borgarbyggð og nærumhverfi að skólinn var settur á laggirnar.

Verðlaun og viðurkenningar

Eftirtaldir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar við brautskráningu

Alexander Vilberg Davíðsson  fékk hvatningarverðlaun fyrir góðar framfarir í námi (Límtré Vírnet).

Arna Hrönn Ámundadóttir fyrir góð störf í þágu félagslífs nemenda og við stjórn NMB (Borgarbyggð)

Arna Jara Jökulsdóttir  fyrir góð störf í þágu félagslífs nemenda og við stjórn NMB (Borgarbyggð) og fyrir góðan námsárangur í dönsku (Danska sendiráðið).

Atli Snær Júlíusson fyrir sjálfstæði, færni og framfarir í námi (Menntaskóli Borgarfjarðar)

Elís Dofri G. Gylfason fyrir góð störf í þágu félagslífs nemenda og við stjórn NMB (Borgarbyggð).

Erla Ágústsdóttir fyrir góð störf í þágu félagslífs nemenda og við stjórn NMB (Borgarbyggð)

Ísfold Rán Grétarsdóttir fékk hvatningarverðlaun fyrir góðar framfarir í námi (Zontaklúbbur Borgarfjarðar Ugla)

Sóley Ásta Orradóttir  fyrir góð störf í þágu félagslífs nemenda og við stjórn NMB (Borgarbyggð)  og fyrir góðan námsárangur í félagsgreinum (Kvenfélag Borgarness)

Svava Björk Pétursdóttir, fyrir góðan námsárangur í íslensku og stærðfræði (Kvenfélag Borgarness), fyrir góðan námsárangur í raungreinum (Háskólinn í Reykjavík), fyrir góðan námsárangur í náttúruvísindum (Íslenska gámafélagið) og fyrir besta námsárangur á stúdentsprófi (Arion banka)

Þórunn Birta Þórðardóttir fyrir góðan námsárangur í íþróttagreinum (Sjóvá), Menntaverðlaun Háskóla Íslands og fyrir vandaðasta lokaverkefnið (Menntaskóli Borgarfjarðar)

Heimsókn 10 ára stúdenta MB

Í gær heimsóttu okkur, í MB, fulltrúar 10 ára stúdenta. Okkur fannst nú eins og þau hafi rétt verið að klára síðustu verkefnin, svona líður tíminn. Það var reglulega ánægjulegt  að hitta þessa frábæru fyrrverandi nemendur MB. Skólinn stefnir að því, í samvinnu við útskrifaða nemendur, að halda góðum tengslum við sína fyrrverandi nemendur og hittast reglulega á a.mk. 10 ára fresti.

Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar

Boðað er til aðalfundar Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. miðvikudaginn 3. júní nk.     kl. 12:00.

Staður: Menntaskóli Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, Borgarnesi

Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf

Dagskrá samkvæmt grein 3.2 í samþykktum félagsins

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Ársreikningur lagður fram til samþykktar
  3. Kjósa skal stjórn félagsins og endurskoðanda eða skoðunarmenn (á síðasta aðalfundi, haustið 2019, var ný stjórn kosin til næstu þriggja ára)
  4. Kosning formanns og varaformanns stjórnar félagsins úr hópi kjörinna aðalstjórnarmanna
  5. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað eða tap félagsins og framlög í varasjóð
  6. Ákvörðun um greiðslur til stjórnarmanna fyrir störf þeirra á starfsárinu
  7. Önnur mál löglega borin upp
  8. a) Tillögur að breytingum á samþykktum félagsins sem liggja frammi á skrifstofu félagsins ásamt ársreikningi fram að aðalfundi

Viðburðir

maí, 2020

Engir viðburðir

X