Home » Fréttir (Page 3)

Category Archives: Fréttir

Vorönn 2020

Stundatöflur vorannar 2020 eru nú aðgengilegar í Innu. Kennsla á vorönn hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 7. janúar kl. 8:20. Bókalista annarinnar má finna á heimasíðu skólans á slóðinni https://menntaborg.is/namid/bokalistar/ Óskir um breytingar á stundatöflu verða afgreiddar frá þriðjudegi 7. janúar til föstudags 10. janúar.

Jólaleyfi og lokun skrifstofu

Starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar óskar nemendum, foreldrum og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Skrifstofa skólans verður lokuð frá 20. desember til  3. janúar. Hafa má samband við aðstoðarskólameistara  á netfangið lilja@menntaborg.is ef um brýnt erindi er að ræða. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi þann 7. janúar kl. 8.20 samkvæmt stundaskrá.

Kakó, smákökur og spil

Í dag var var boðið upp á kakó og smákökur í MB. Nemendur og kennarar tóku í spil og margir klæddust jólapeysum í tilefni dagsins.

Viðburðir

janúar, 2020

Engir viðburðir

X