Brautskráning

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Föstudaginn 27. maí fer fram brautskráning nemenda frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Athöfnin hefst klukkan 14:00 á sal skólans. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði. Útskriftarnemar eru beðnir um að mæta klukkan 12:00, fá blóm í barm, hópmyndataka (sem verður að þessu sinni fyrir athöfnina) og létt spjall fram að athöfn. Gestir eru hjartanlega velkomnir.

Umsjónarmaður skapandi rýmis

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Umsjón með Kviku í Menntaskóla Borgarfjarðar   Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða umsjónarmann í skapandi rými hjá MB í 100% starf frá og með 1. ágúst 2022.    Kvika er fjölnota skapandi rými sem styður við nýsköpun og þróun með aðgengi að tækjakosti eins og  mynd- og hljóðveri, þrívíddarprenturum, laserskerum, vinylskerum, pressum, saumavélum og fleiri tækjum ásamt rými til listsköpunar. Nemendur …

Útskriftarnemar dimmitera

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Nemendur sem útskrifast 27. maí nk eru að dimmitera í dag. Nemendur mættu í skólann kl. 8:30 og snæddu morgunmat með starfsmönnum skólans sátu þar góða stund og gæddu sér af morgunverðarhlaðborði Sólrúnar. Sprelluðu aðeins á sal skólans og héldu síðan út í hinn stóra heim. Enda daginn með balli með nemendum FVA á Akranesi.

Laust starf spænskukennara

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða spænskukennara í að lágmarki 50% starf frá og með 1. ágúst 2022. Menntaskóli Borgarfjarðar hefur löngum verið þekktur fyrir að vera sveigjanlegur og framsækinn skóli. Í MB er lögð áhersla á fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og virkni nemenda. Námsmat er í formi leiðsagnarmats.  Menntaskóli Borgarfjarðar er óhræddur við að taka upp nýjar leiðir við kennslu …

Páskaleyfi

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Föstudagurinn 8. apríl er síðasti kennsludagur fyrir páska. Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi miðvikudaginn 20. apríl kl. 9:00. Gleðilega páska!

Innritun eldri nemenda

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Í dag 15. mars hófst innritun eldri nemenda sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla. Innritun lýkur föstudaginn 22. apríl.  Sótt er um á menntagatt.is Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 4337700.  

Söngkeppni framhaldsskólanna

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram á Húsavík sunnudaginn 3. apríl. Bein útsending á RÚV hefst klukkan 19:45. Signý María mun syngja lagið Heyr mína bæn fyrirhönd MB. Lagið, sem margir þekkja í flutningi Ellýjar Vilhjálms, er erlent við texta eftir Ólaf Gauk.

Málstofa – lokaverkefni

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Hluti af náminu í Menntaskóla Borgarfjarðar felst í því að undir námslok vinna nemendur svokölluð lokaverkefni. Lokaverkefni er einstaklingsverkefni þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Lokaverkefnin veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu sviði og gegna mikilvægu hlutverki við að þjálfa þá í að beita viðurkenndum aðferðum við meðferð heimilda, rannsókn eða …