Innritun lokið

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Innritun nemenda úr tíunda bekk í Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir komandi skólaár er lokið. Alls innritast 51 nemandi úr 12 póstnúmerum úr tíunda bekk árið 2023. Um er að ræða mikla fjölgun frá fyrri árum og aldrei fleiri nemendur innritast úr tíunda bekk frá stofnun skólans. Það lítur því út fyrir að fjölgun staðnema frá fyrra ári sé um 20%. Við …

Brautskráning 2023

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Föstudaginn 26. maí voru 40 nemendur brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Elinóra Ýr Kristjánsdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema, Elinóra  minnti samnemendur sína á að dagurinn væri stór áfangi en samt bara byrjunin. Elinóra sagði „…en það mikilvægasta sem að við höfum lært á menntaskólaárunum er ef til vill eitthvað allt annað. Að læra að vinna fyrir hlutunum, að læra …

Brautskráning 26. maí

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Brautskráning frá Menntaskóla Borgarfjarðar  2023 verður föstudaginn 26. maí klukkan 14:00 Útskriftarefni eru beðin um að mæta í skólann klukkan 12:30. Dagskrá kemur síðar.

Innritun nýnema

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Innritun nýnema (nemendur úr 10. bekk) er hafin. Innritunin stendur frá 20. mars til og með 8. júní. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 433-7700

Innritun eldri nemenda

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Opið er fyrir innritun eldri nema, nemendur sækja um skólavist inn á www.menntagatt.is  Innritun stendur yfir frá 27. apríl til 1. júní. Sjá námsbrautir og áfanga í boði á haustönn á heimasíðu skólans www.menntaborg.is Nánari upplýsingar um innritun á skrifstofu skólans í síma 433-7700. Fjarnám: Áfangar í boði https://menntaborg.is/namid/dreifnam/   

Dimmission í dag

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Nemendur sem útskrifast í vor dimmittera í dag. Krakkarnir fóru um bæinn og vöktu kennara með söng og glensi í morgun og borðuðu svo morgunverð með starfsfólki í skólanum. Eftir morgunmatinn var svo frumsýning á frábæru myndbandi útskriftarhópsins. Síðan var haldið í höfuðborgina þar sem gleðin heldur áfram!

Laus störf

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Lausar eru til umsóknar kennarastöður við MB. Sjá nánar hér! https://alfred.is/vinnustadir/menntaskoli-borgarfjardar/storf  

Frábær styrkur til KVIKU

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Stór hópur kvenna sem eru starfandi í kvenfélögum í Borgarfirði komu í heimsókn hingað í MB  á dögunum. Tilefnið var að félögin ásamt Sambandi Borgfiskra kvenna færðu MB höfðinglega styrki til uppbyggingar Kviku – skapandi rými. Frábær viðurkenning fyrir okkur í MB að kvenfélögin sem til er stofnað með það að markmiði að bæta samfélagið, sérstaklega hvað varðar málefni barna, …

Aðalfundur MB

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Hér með er boðað til aðalfundar Menntaskóla Borgarfjarðar Stund: Föstudaginn 14. apríl  nk. kl. 12:00. Staður: Menntaskóli Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, Borgarnesi Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf  Dagskrá samkvæmt grein 3.2 í samþykktum félagsins Skýrsla stjórnar Ársreikningur lagður fram til samþykktar Kosning formanns og varaformanns stjórnar félagsins úr hópi kjörinna …aðalstjórnarmanna Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfélags. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað eða …