Sálfræðiþjónusta

Menntaskóli Borgarfjarðar og Stéttarfélag Vesturlands hafa gert með sér samkomulag um sálfræðiþjónustu fyrir nemendur skólans. Tilvísun frá náms- og starfsráðgjafa MB veitir nemanda rétt á endurgreiðslu/styrk allt að fjórum sálfræðitímum á skólaárinu. MB greiðir fyrsta tímann og Sjúkrasjóður Stéttarfélags Vesturlands næstu þrjá, að hámarki.

Hafi nemendur áhuga á að nýta sér þessa þjónustu snúa þeir sér til náms- og starfsráðgjafa eða skólameistara eftir atvikum sem hafa umboð til að veita heimild fyrir endurgreiðslu/styrk.

Náms- og starfsráðgjafi skólans og skólameistari eru bundnir trúnaði við þá sem til þeirra leita og starfar náms- og starfsráðgjafi skv. siðareglum fagstéttarinnar þar sem áherslan er á manngildi og virðingu, sjálfræði, heill og velferð ráðþega.