Aðalfundur MB

Fundarboð

Boðað er til aðalfundar Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. miðvikudaginn 2. maí 2018 kl. 12:00 í Hjálmakletti

Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf

 Dagskrá samkvæmt grein 3.2 í samþykktum félagsins

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Ársreikningur lagður fram til samþykktar
  3. Kosning stjórnar
  4. Kosning endurskoðunarfélags til eins árs
  5. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað eða tap félagsins og framlög í varasjóð
  6. Ákvörðun um greiðslur til stjórnarmanna fyrir störf þeirra á starfsárinu
  7. Önnur mál löglega borin upp

Innritun á haustönn 2018

Innritun eldri nemenda (fæddir 2001 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla hófst föstudaginn 6. apríl og lýkur fimmtudaginn 31. maí.  Innritað er á www.menntagatt.is

Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 4. maí til 8. júní. Nemendur í 10. bekk hafa frest til að sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis föstudaginn 8. júní. Einkunnir þeirra verða sendar rafrænt frá grunnskólum til framhaldsskóla eftir skólaslit.

Heimsókn 10. bekkja úr grunnskólum Borgarbyggðar

Í dag tóku kennarar og nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar á móti nemendum 10. bekkja úr grunnskólum Borgarbyggðar. Nemendurnir fengu kynningu á námsframboði, námsbrautum og stöku áföngum. Nemendur völdu sér áfanga sem þeir höfðu áhuga á að kynna sér frekar, tóku þátt í kennslustundum og unnu einstaka verkefni. Það var mjög ánægjulegt að fá þetta frábæra unga fólk í heimsókn í MB.