Skólabyrjun

Mánudaginn 20. ágúst nk. eiga nýnemar að koma til starfa kl. 09:00 en þá hefst skólahald með sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks.  Að morgunverði loknum fá nemendur (nýnemar) afhentar stundaskrár og fleiri gögn varðandi skólastarfið. Nýnemar eru beðnir um að hafa tölvur með sér í skólann.

Opnað verður fyrir stundaskrá eldri nema (INNA) mánudaginn 20. ágúst.

Bókalista haustannar má finna á heimasíðu skólans www.menntaborg.is

Skólastarf hefst þriðjudaginn 21. ágúst samkvæmt stundatöflu.

Fundur með foreldrum nýnema:   Sérstakur kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema verður haldinn mánudaginn 20. ágúst kl. 18.00.  (ATH. breyttan fundartíma). Á fundinum verður farið yfir skólastarfið framundan og kynntir ákveðnir þættir í þjónustu skólans við nemendur. Fundurinn verður í stofu 100 í skólanum.

MB auglýsir eftir stuðningsfulltrúa

Menntaskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í að lágmarki 50% stöðu á starfsbraut fyrir skólaárið 2018-2019. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningum Kjalar.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Sarfið felur í sér aðstoð við nemendur í einstaklingsmiðuðu námi og náið samstarf við kennslustjóra starfsbrautar við undirbúning og kennslu.

Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast Guðrúnu Björgu Aðalsteinsdóttur skólameistara í netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is

Einnig er hægt að nálgast nánari upplýsingar í síma 433-7700.

Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 20. ágúst 2018. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Sumarleyfi – lokun skrifstofu MB

Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar er lokuð frá og með 20. júní vegna sumarleyfa. Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 8. ágúst.  Þeir sem eiga brýn erindi við skólann meðan skrifstofan er lokuð geta sent póst á skólameistara á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is

Vegna útleigu á Hjálmakletti er bent á að hafa samband við húsvörð í síma 663-7642