Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar

Aðalfundur menntaskóla Borgarfjarðar fer fram miðvikudaginn 3. maí klukkan 12:00 í Hjálmakletti.

Dagskrá samkvæmt grein 3.2 í samþykktum félagsins

1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningur lagður fram til samþykktar
3. Kosning stjórnar
4. Kosning endurskoðunarfélags til eins árs
5. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað eða tap félagsins og framlög í varasjóð
6. Ákvörðun um greiðslur til stjórnarmanna fyrir störf þeirra á starfsárinu
7. Önnur mál löglega borin upp

Innritun á haustönn 2017

Innritun eldri nemenda (fæddir 2000 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla hófst mánudaginn 3. apríl og lýkur miðvikudaginn 31. maí.  Innritað er á www.menntagatt.is

Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 4. maí til 9. júní. Nemendur í 10. bekk hafa frest til að sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis föstudaginn 9. júní. Einkunnir þeirra verða sendar rafrænt frá grunnskólum til framhaldsskóla eftir skólaslit.

Gleðilega páska – páskaleyfi

Föstudagurinn 7. apríl er síðasti kennsludagur fyrir páska. Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi þriðjudaginn 18. apríl kl. 8:20. Gleðilega páska 🙂