Nútímalegt námsumhverfi

Ný uppfærð kennslustofa í MB

MB er verkefnamiðaður skóli þar sem er lögð áhersla á fjölbreytni í kennsluháttum. Því höfum við á undanförnum mánuðum verið að skoða möguleika á nýrri útfærslu á skólastofum skólans þ.e. húsgögnum og uppröðun þeirra.  Kennsluumhverfið þarf að bjóða upp á fjölbreyttar leiðir í námi og kennslu t.d. hópavinnu, einstaklinsbundna vinnu og heildstæða vinnu til jafns við miðlun kennarans.  Rannsóknir sýna að nemendum líður betur í hlýlegu og notalegu námsumhverfi. Með það að leiðarljósi að nemendur eru ólíkir og mismunandi umhverfi og aðstaða hentar hverjum og einum þá var ákveðið, til að byrja með, að uppfæra eina kennslustofu.

Erasmus+ verkefni – 2smart 2start

Undirbúningsfundur verkefnisins í Búkarest

Nú í vikunni hófst formlega tveggja ára Erasmus+ verkefni sem MB tekur þátt í ásamt fulltrúum frá Finnlandi, Póllandi, Rúmeníu og Tyrklandi. Fulltrúar MB í hópnum eru Ásthildur Magnúsdóttir kennari og Elín Kristjánsdóttir námsráðgjafi. Þær eru nú staddar í Rúmeníu þar sem fram fer undirbúningsfundur verkefnisins og það skipulagt tvö ár fram í tímann. Fyrsta heimsókn með nemendum verður til Finnlands í febrúar á næsta ári og eiga sex nemendur úr MB kost á að fara í þá heimsókn. Í lok apríl næstkomandi munu nemendur og kennarar frá öllum aðildarlöndunum heimsækja Borgarnes og dvelja þar í viku.

Nemendur í íþróttafræði hjálpa til í íþróttaskólanum

Ánægðir nemendur íþróttaskólans

Nemendur í íþróttafræði 1ÞÞ06 við MB sáu um íþróttaskóla fyrir 2 – 6 ára börn í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi laugardaginn 26. október sl. Umsjón með tíma í íþróttaskólanum er hluti af verkefnavinnu nemenda í áfanganum. Tíminn tókst sérstaklega vel og og að sögn Sigurðar Arnar Sigurðssonar kennara fóru allir glaðir og ánægðir heim jafnt menntaskólanemar sem börnin.

Viðburðir

desember, 2019

11des12:0013:00JólamaturMuna að skrá sig

12des08:0016:00JólapeysudagurAllir að mæta í jólapeysum

17desAllan daginnSíðasti kennsludagurSíðasti kennsludagur haustannar

X