West Side 2017

West Side er samstarfsverkefni Menntaskóla Borgarfjarðar (MB), Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA) og Fjölbrautaskóla Snæfellinga (FSN) og hefur staðið um nokkurra ára skeið. Á West Side hittast nemendur skólanna, keppa í ýmsum greinum og dagskránni lýkur með balli.  West Side var að þessu sinni haldið á Akranesi þann 12. október síðastliðinn. Rúmlega 40 nemendur frá MB lögðu leið sína á Akranes. Keppt var í blaki, körfubolta og fílabolta í íþróttahúsinu, pítsa snædd þar og loks haldin Gettu betur keppni. Dagskránni lauk svo með dansleik á Gamla Kaupfélaginu, en þeir Króli&Jói P og DJ Snorri Ástráðs héldu uppi stuðinu.  Nemendur MB stóðu sig vel í öllum keppnunum og voru skólanum til sóma.

Skuggakosningar í dag

Í dag, fimmtudag eru skuggakosningar í MB. Þá hafa allir nemendur kosningarétt. Skuggakosningar í skólum á þessu stigi eru þáttur í uppeldi og aðlögun ungs fólks að samfélaginu og líkur benda til að þeir sem taka þátt í svona kosningum séu líklegri öðrum til að taka þátt í reglulegum kosningum til þings og sveitarstjórna.