Brautskráning frá Menntaskóla Borgarfjarðar

Í dag var brautskráning Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem 24 nemendur voru brautskráðir við hátíðlega athöfn. Nemendur útskrifuðust af Félagsfræðabraut, Félagsfræðabraut – íþróttasviði, Náttúrufræðibraut, Náttúrufræðibraut – íþróttasviði, af starfsbraut og með viðbótarpróf til stúdentsprófs. Hæst á stúdentsprófi að þessu sinni var Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir. Þóranna fékk fjölmargar viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur þar á meðal fyrir vandaðasta lokaverkefnið. Gróa Lísa Ómarsdóttir var næsthæst á stúdentsprófi þetta vorið. Fjölmargir nemendur fengu einnig viðurkenningu en starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar er einstaklega stolt af sínu fólki. Ávarp nýstúdenta að þessu sinni flutti Ísak Atli Hilmarsson. Gestaávarpið flutti Sigríður Margrét Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Landnámsseturs Íslands. Við óskum útskriftarnemum innilega til hamingju með daginn og óskum þeim velfarnaðar í því sem þeir taka sér fyrir hendur með þökk fyrir samstarfið á liðnum árum.

Einkunnir birtast í INNU á föstudag – brautskráning á laugardag

Einkunnir vorannar verða aðgengilegar í Innu um hádegisbil föstudaginn 26. maí. Brautskráning nemenda fer fram á sal skólans laugardaginn 27. maí. Athöfnin hefst kl. 14:00.

Dimmission í MB

Nemendur sem útskrifast í vor dimmittera í dag. Krakkarnir fóru um bæinn og vöktu kennara með söng og glensi í morgun og borðuðu svo morgunverð með kennurum og starfsfólki í skólanum. Síðan var haldið út í vorið og litið við á ýmsum stöðum í bænum. Klukkan 11:00 hefst svo skemmtidagskrá nemenda í hátíðarsal skólans og eru allir velkomnir.

Útskrift verður laugardaginn 27.maí og hefst kl. 14:00.