Áfangalýsing – Rekstrarhagfræði
Menntaskóli Borgarfjarðar
Námsgrein: REK102
Fjöldi eininga: 2
Undanfari: Enginn
Lýsing á efni áfangans:
Í þessum byrjunaráfanga er fjallað um rekstur fyrirtækja og umhverfi þeirra. Farið er yfir helstu þætti sem varða innra skipulag og ytri aðstæður fyrirtækja. Nemendur kynnast grunnþáttum markaðsfræði og bókhalds. Lögð er áhersla á að nemendur nýti þá þekkingu sem þeir hafa af eigin reynslu í atvinnulífinu. Nemendur þurfa að geta nýtt sér Netið til upplýsingaöflunar.
Hér er nánari áfangalýsing: REK 102