Áfangalýsing – Líffræði
Menntaskóli Borgarfjarðar
Námsgrein: LÍF 104
Fjöldi eininga: 4
Undanfari: NÁT 102, NÁT 204, NÁT 304 og EFN 102
Lýsing á efni áfangans:
Í þessum áfanga er lögð áhersla á að veita nemendum yfirsýn yfir vistfræðina sem fræðigrein svo og að fá innsýn í umhverfis- og dýraatferlisfræði. Sérstök áhersla er lögð á sérstöðu Íslands, helstu gerðir vistkerfa og vistfræði- og atferlisrannsóknir, helstu nytjadýrastofna lands- og sjávar/ferskvatns, villt spendýr og fuglar. Helstu hugtök vistfræðinnar eru tekin fyrir og ætlast til þess að nemendur geti nýtt sér þau í framsetningu verkefna sinna.
Hér er nánari áfangalýsing: LIF204-12