Áfangalýsing – Íþróttafræði
Menntaskóli Borgarfjarðar
Námsgrein: ÍÞF1A06 – íþróttafræði
Fjöldi feininga: 6
Undanfari: Enginn
Lýsing á efni áfangans:
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur læri um hlutverk þjálfara í íþróttastarfi, sérstaklega við þjálfun barna á aldrinum þriggja til tólf ára. Lögð er áhersla á skipulag þjálfunar, áætlanagerð og markmiðssetningu. Nemendur fá undirstöðuþekkingu í kennslu- og aðferðafræði íþrótta og þjálfun í að bregðast við íþróttameiðslum. Fjallað er um mataræði íþróttamanna og áhrif fíkniefna á afkastagetu og árangur. Einnig er lögð áhersla á að nemendur læri um uppbyggingu frjálsra félagasamtaka, sérstaklega íþróttafélaga. Nemendur þjálfast í stjórnunarstörfum, s.s. að sjá um fundarsköp, stjórna fundum og skrásetja fundargerðir, læra um helstu hlutverk stjórnarmanna eins og hlutverk formanns, varaformanns, gjaldkera, ritara og meðstjórnenda. Nemendur læra um mikilvægi stefnumótunar og skrásetningar markmiða í félagsstarfi, um uppbyggingu félaga og kynnist skipulagi og helstu skipuritum sem starfað er eftir. Nemendur fái að kynnast ýmsum þáttum í almennu félagsstarfi, s.s. skipulagi og undirbúningi ferða, fararstjórn og stjórnun kvöldvöku. Í áfanganum er einnig komið inn á samskipti heimila og frjálsra félaga, jafnrétti, vímuvarnarstefnu íþróttafélaga, hópstarf, ræðumennsku og stofnun félaga.
Hér er nánari áfangalýsing: afangalysing_IÞF1A06