Spænska í dreifnámi

Spænska í dreifnámi við MB

Dreifnám í spænsku er fyrir eldri nemendur skólans sem ekki eiga þess kost að sækja skólann daglega. Nemendum yngri en 18 ára stendur ekki til boða að taka spænsku áfanga í dreifnámi við MB.

Gjaldskrá fyrir dreifnámsáfanga:

Innritunargjald             7.000 kr.

Einingargjald               3.000 kr. pr. einingu

Verð fyrir hvern 4 eininga áfanga yrði því samtals 19.000 kr.

Nauðsynleg tölvuþekking

Þeir nemar sem stunda nám í dreifnámi þurfa að vera tölvulæsir. Það felur í sér að þeir geti unnið í netinu, notað tölvupóst og hafi lágmarksþekkingu í algengum tölvuforritum, s.s. ritvinnslu, glærugerð og myndbandsgerð. Kennsla í dreifnámi fer fram í gegnum kennslukerfið Moodle.

Lýsing á náminu:

Spænsku áfangarnir eru byggðir upp í samræmi við evrópsku tungumálamöppuna (Common European Framework). Áfangarnir eru þrír og samtals 12 einingar:

A1 (Spænska 104), A2 (Spænska 204) og B1- A (Spænska 304)

Hver áfangi samanstendur af:

  • Lesbók*
  • Vinnubók*
  • Tveimur kjörbókum*
  • Kennsluefni á myndbandi
  • Verkefni á myndbandi
  • Kennslustundum á neti (online)
  • Skriflegum verkefnum

* efni sem nemendur þurfa að kaupa

Hver áfangi skiptist í eftirfarandi þætti:

  • Æfinga
  • Málfræði
  • Orðaforða
  • Sagnorðalista
  • Hlustunaræfingar
  • Lestur
  • Munnlega þjálfun
  • Ritunarverkefni
  • Próf eða kannanir

Heimanám

Nemendur eiga að:

  • Vinna ýmis verkefni (myndbönd /lestur/ritun)
  • Skila verkefnum inn á kennslukerfi MB (Moodle)

Í skóla

Nemendur eiga að:

  • Taka próf eða kannanir
  • Hitta kennara ef þörf er á

Samskipti við kennara fara fram í gegnum:

  • Tölvupóst
  • Skype
  • Fjarfundi / video lesson
  • Hitta kennara í eigin persónu