Lífsnámsvika

Lífsnámsvika – 3. – 7. mars.  Þema vikunnar er geðheilbrigði, hreyfing og næring. Nemendur kynnast ýmsum þáttum sem tengjast geðheilsu, geðvernd og forvörnum. Unnið verður með mikilvægi góðra lifnaðarhátta s.s. hreyfingu, næringu og svefn og tengsl þeirra við geðheilsu fólks. Einnig verður lögð áhersla á þá þætti sem stuðla að góðri líðan og eflingu sjálfsmyndar.