Lið MB mætir liði FG í fyrri umferð Gettu betur

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Í gær var dregið um keppnislið í fyrri umferð Gettu betur sem fram fer nú í janúar. Lið MB mætir Fjölbrautaskólanum í Garðabæ 10. janúar á RUV.  Lið MB skipa þau Elín Björk Sigurþórsdóttir, Ernir Ívarsson og Kolbrún Líf Lárudóttir. Varamenn eru Árni Hrafn Hafsteinsson og Dagbjört Rós Jónasdóttir. Þjálfari er Ólöf Björk Sigurðardóttir.

Jólapeysudagur í MB

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Hinn árlegi jólapeysudagur nemenda og starfsfólks MB var í dag. Nemendur og starfsfólk mættu til vinnu í jólapeysum í tilefni dagsins (sjá má fleiri myndir á facebook síðu MB).

Dagur íslenskrar tungu

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Í MB í dag á degi íslenskrar tungu fór fram ljóðasamkeppni á meðal nemenda. Keppnin fór þannig fram að allir hópar fengu eina blaðsíðu úr sömu bók og áttu að vinna með þau orð sem þar komu fyrir. Mikil ánægja var með þátttöku nemenda sem unnu að ljóðagerðinni bæði sem einstaklings- og hópaverkefni.  Sigurvegarinn var Eygló Sunna með eftirfarandi ljóð: …

Innritun á vorönn 2023

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Opið fyrir umsóknir dagana 1. – 30. nóvember. Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2023 verður dagana 1. – 30. nóvember. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 4337700

Námsmatsdagur og vetrarfrí

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Varða 2 – námsmatsdagur. Nemendur fá endurgjöf frá kennurum í öllum áföngum. Kennsla fellur niður vegna námsmats fimmtudaginn 27. október.  Vetrarfrí er dagana 28. október og 31. október. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 1. nóvember. Njótið frísins 🙂

Lokaverkefni – málstofa

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Úskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt, m.a. má nefna alkóhólisma, konur í tölvunarfræði, barátta íslenskra kvenna (kvennréttindi), riðuveiki í sauðfé, ADHD fullorðina og biðtími greiningar, svarti dauði á Íslandi, ættleiðingar, uppeldisaðferðir og leiðir, ADHD og leiðsagnarnám o.fl. Nemendur kynntu verkefni sín og svöruðu fyrirspurnum á málstofu sem haldin var fimmtudaginn 13. október …

KVAN í MB

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Síðustu tvö ár hefur KVAN komið og verið með námskeið fyrir nýnema hér við MB. Í gær var fyrsti dagurinn af þremur á þessari önn. Farið er yfir markmiðasetningu, styrkleikaþjálfun, “lífshjólið” samvinnu og þægindarhringinn. Við erum stolt og ánægð með þessa flottu samvinnu!

Námsmatsdagur

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Miðvikudagurinn 21. september er námsmatsdagur (varða nr. 1). Kennsla fellur niður þennan dag, en nemendur gætu þurft að mæta í viðtal hjá kennara eða ljúka einhverjum verkefnum. Kennarar munu senda upplýsingar um það til nemenda.

Ný stjórn nemendafélags MB

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Kosningu í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2022 – 2023 er lokið. Nýju stjórnina skipa þau Vilhjálmur Ingi Ríkharðsson formaður, Thelma Rögnvaldsdóttir ritari, Kolbrún Katla Halldórsdóttir meðstjórnandi, Edda María Jónsdóttir gjaldkeri og Alexander Jón Finnsson skemmtanastjóri.

Jöfnunarstyrkur

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki á menntasjodur.is  Eingöngu er hægt að sækja um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á menntasjodur.is /MITT LÁN og  island.is. Umsóknarfrestur vegna haustannar 2022 er til 15. október næstkomandi.