Home » Articles posted by Lilja Ólafsdóttir (Page 4)

Author Archives: Lilja Ólafsdóttir

Hluthafafundur Menntaskóla Borgarfjarðar ehf.

Boðað er til hluthafafundar í Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. föstudaginn 11. október 2019 kl. 12:00 í sal skólans. Fundarboð hefur verið sent í tölvupósti á stærstu hluthafa félagsins. Tillögur að lagabreytingum eru hér.


Dagskrá
1. Hluthafasamkomulag
2. Stjórnarkjör samkvæmt nýju hluthafasamkomulagi
3. Önnur mál löglega borin upp

Heimsókn forseta Íslands á forvarnardegi

Formenn nemendafélags MB Elís Dofri og Grunnskólans í Borgarnesi Elínóra Ýr ásamt Guðna forseta.

Nemendur og starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar og unglingastigs Grunnskólans í Borgarnesi héldu uppá forvarnardaginn 2019 í dag. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heimsótti skólana í Hjálmaklett í tilefni dagsins og ávarpaði hópinn. Hann talaði um mikilvægi þess fyrir heilsuna að fá nægan svefn og hvaða áhrif neysla orkudrykkja í miklum mæli geti haft. Hann kom inn á aukna notkun rafretta og hættuna á því að rafrettur væru fyrsta skrefið í að hefja almennar reykingar. Þá ræddi hann um það að forvarnir snérust ekki um að banna alla hluti, slíkt virkaði í raun ekki heldur lagði hann áherslu á fræðslu, mikilvægi samveru fjölskyldunnar og bað nemendur um að fara með þau skilaboð heim.

Nemendur skólanna unnu hópaverkefni er vörðuðu forvarnir en Guðni gekk á milli hópa og spjallaði við nemendur og söng meira að segja afmælissönginn fyrir eina stúlku í 9. bekk. Eftir hópavinnuna var boðið upp á kaffi, svala, kleinur og ávexti en dagurinn endaði á erindi frá Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni þar sem hann fjallaði hvað mest um svefn og orkudrykki.

Dagurinn gekk mjög vel og starfsfólk og nemendur skólanna ánægðir með útkomuna.

Forvarnardagurinn 2019 – Forsetaheimsókn

Menntaskóli Borgarfjarðar ásamt unglingastigi Grunnskólans í Borgarnesi tekur á móti forsetanum í heimsókn í tilefni af Forvarnardeginum 2019 miðvikudaginn 2. október kl. 9. Forsetinn mun spjalla við nemendur og fylgjast með þeim í hópavinnu um forvarnarmál.

This image has an empty alt attribute; its file name is Forvarnard_logo.jpg

Þessi dagur er haldinn að frumkvæði forseta Íslands en auk embættis forseta skipa fulltrúar embætti landlæknis, Sambands Íslenskra sveitarfélaga, Rannsóknar og greiningar, Samtaka félaga í forvörnum, Reykjavíkurborgar og þriggja landssamtaka æskufólks: Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og Bandalags íslenskra skáta, stýrihóp sem kemur að Forvarnardeginum ár hvert. Forvarnardagurinn er haldinn í fjórtánda sinn í ár.


Eitt markmið Forvarnardagsins er að vekja athygli á forvarnargildi þess að börn og ungmenni eyði tíma með fjölskyldunni, taki þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og seinki því að neyta áfengis, eða sleppi því.

Viðburðir

desember, 2019

11des12:0013:00JólamaturMuna að skrá sig

12des08:0016:00JólapeysudagurAllir að mæta í jólapeysum

17desAllan daginnSíðasti kennsludagurSíðasti kennsludagur haustannar

X