Home » Articles posted by Lilja Ólafsdóttir (Page 4)

Author Archives: Lilja Ólafsdóttir

Vetrarfrí 27. og 28. febrúar

Nemendur og starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar verða í vetrarfríi fimmtudaginn 27. febrúar og föstudaginn 28. febrúar. Skrifstofan opnar aftur klukkan 8:00 mánudaginn 2. mars og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá sama dag klukkan 8:20.

Innritun á starfsbraut

Innritun nemenda á starfsbraut í Menntaskóla Borgarfjarðar hófst þann 1. febrúar sl. og stendur til 29. febrúar. Umsækjendur sækja um skólavist á menntagatt.is

Umsækjendur og foreldrar eða forráðamenn geta fengið aðstoð við rafræna innritun óski þeir eftir. Einnig er þeim bent á að hafa samband við skrifstofu skólans ef spurningar vakna. Umsækjendum og foreldrum eða forráðamönnum er velkomið að heimsækja skólann og kynna sér starf hans á innritunartímabilinu.

Jöfnunarstyrkur – umsóknarfrestur til 15. febrúar

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is Eingöngu er hægt að sækja um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á www.lin.is eða island.is. Umsóknarfrestur vegna vorannar 2020 er til 15. febrúar næstkomandi.

Viðburðir

júli, 2020

Engir viðburðir

X