Lífsnám MB – opið hús

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í þessari viku höfum við lagt hefðbundið nám til hliðar og nemendur okkar unnið að ýmsum verkefnum tengt SJÁLFBÆRNI.
Í morgun fimmtudag, á lokadegi Lífsnámsvikunnar munu nemendur kynna verkefni sín sem tengjast öll viðfangsefni vikunnar.
Ásamt því munu nemendur í STEAM sýna fjölbreyttan afrakstur verkefna sinna sem sækja mörg innblástur í verk Ólafs Elíassonar. Verkefnin sem verða til sýnis eru m.a. vöruhönnun, textíll, myndbönd, skúlptúrar, myndlist, ljósmyndir, tónlist og margt fleira.
Öllum er boðið í heimsókn í MB fimmtudaginn 9. mars í tilefni af lífsnámsvikunni. Húsið verður opið frá 16:00 – 17:30. Hlökkum til að sjá ykkur.