Dimmission í dag

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Nemendur sem útskrifast í vor dimmittera í dag. Krakkarnir fóru um bæinn og vöktu kennara með söng og glensi í morgun og borðuðu svo morgunverð með starfsfólki í skólanum. Eftir morgunmatinn var svo frumsýning á frábæru myndbandi útskriftarhópsins. Síðan var haldið í höfuðborgina þar sem gleðin heldur áfram!