Lokaverkefni nemenda

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Úskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt, m.a. má nefna þunglyndi, Crohns sjúkdómurinn, heimsveldi Harry Potter bókanna, Stephen Hawking, áhrif gæludýra á andlega heilsu, hreyfing og styrktarþjálfun aldraðra, vegjagigt, svefn, menning Póllands, meetoo bylting í Hollywood, saga íslensku lopapeysunnar, saga tölvuleikja, Ford Mustang, konur og ADHD, ófrjósemi kvenna, áráttu- og þráhyggjuröskun, kvíði o.fl. Nemendur kynntu verkefni sín og svöruðu fyrirspurnum á málstofu sem haldin var miðvikudaginn 15.mars sl. Kynningarnar voru afar góðar, áhugaverðar og augljóst að nemendur hafa lagt metnað í vinnuna.