Home » Articles posted by Lilja Ólafsdóttir

Author Archives: Lilja Ólafsdóttir

Heimsókn 10 ára stúdenta MB

Í gær heimsóttu okkur, í MB, fulltrúar 10 ára stúdenta. Okkur fannst nú eins og þau hafi rétt verið að klára síðustu verkefnin, svona líður tíminn. Það var reglulega ánægjulegt  að hitta þessa frábæru fyrrverandi nemendur MB. Skólinn stefnir að því, í samvinnu við útskrifaða nemendur, að halda góðum tengslum við sína fyrrverandi nemendur og hittast reglulega á a.mk. 10 ára fresti.

Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar

Boðað er til aðalfundar Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. miðvikudaginn 3. júní nk.     kl. 12:00.

Staður: Menntaskóli Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, Borgarnesi

Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf

Dagskrá samkvæmt grein 3.2 í samþykktum félagsins

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Ársreikningur lagður fram til samþykktar
  3. Kjósa skal stjórn félagsins og endurskoðanda eða skoðunarmenn (á síðasta aðalfundi, haustið 2019, var ný stjórn kosin til næstu þriggja ára)
  4. Kosning formanns og varaformanns stjórnar félagsins úr hópi kjörinna aðalstjórnarmanna
  5. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað eða tap félagsins og framlög í varasjóð
  6. Ákvörðun um greiðslur til stjórnarmanna fyrir störf þeirra á starfsárinu
  7. Önnur mál löglega borin upp
  8. a) Tillögur að breytingum á samþykktum félagsins sem liggja frammi á skrifstofu félagsins ásamt ársreikningi fram að aðalfundi

Ný stjórn nemendafélags MB

Kosningar í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2020 – 2021 fóru fram fyrir skemmstu. Nýju stjórnina skipa þeir Marinó Þór Pálmason formaður, Daníel Fannar Einarsson gjaldkeri, Bjartur Daði Einarsson skemmtanastjóri og Gunnar Örn Ómarsson ritari. Í haust verður svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema.

Viðburðir

ágúst, 2020

19ágú15:0815:08Afhending stundaskrárNýnmemar mæta í skólann kl. 9

20ágú00:0000:00Upphaf skóla

25ágú00:0000:00Nýnemadagur

X