Home » Articles posted by Lilja Ólafsdóttir

Author Archives: Lilja Ólafsdóttir

Sumarleyfi – lokun skrifstofu MB

Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar er lokuð frá og með 20. júní vegna sumarleyfa. Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 8. ágúst.  Þeir sem eiga brýn erindi við skólann meðan skrifstofan er lokuð geta sent póst á skólameistara á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is

Vegna útleigu á Hjálmakletti er bent á að hafa samband við húsvörð í síma 663-7642

Innritun á haustönn 2018

Innritun eldri nemenda (fæddir 2001 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla hófst föstudaginn 6. apríl og lýkur fimmtudaginn 31. maí.  Innritað er á www.menntagatt.is

Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 4. maí til 8. júní. Nemendur í 10. bekk hafa frest til að sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis föstudaginn 8. júní. Einkunnir þeirra verða sendar rafrænt frá grunnskólum til framhaldsskóla eftir skólaslit.

Brautskráning MB 2018

Á morgun, föstudaginn 25. maí fer fram brautskráning nemenda frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Athöfnin hefst kl. 14 á sal skólans.