Home » Articles posted by Lilja Ólafsdóttir

Author Archives: Lilja Ólafsdóttir

Innritun á vorönn 2021

Opið fyrir umsóknir dagana 1. – 30. nóvember.

Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2021 verður dagana 1. – 30. nóvember. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 4337700

Málstofa – lokaverkefni

Útskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt má þar nefna; Fangelsi á Íslandi, betrun eða refsing, vísindabyltingin, Albert Einstein, José Mourinho og árangur hans, þróun tónlistar, Akira Kurosawa og áhrif hans á kvikmyndir og leiðir til að læra nýtt tungumál. Nemendur kynntu verkefni sín í morgun og svöruðu fyrirspurnum á málstofu. Kynningarnar voru góðar og augljóst að nemendur hafa lagt metnað í vinnuna. Sökum aðstæðna voru nemendur bæði á staðnum og á Teams.

Fjarkennsla á Teams á morgun 5. október

Nú er orðið ljóst að vegna fjölgunar kórónuveirusmita og hertra fyrirmæla um sóttvarnir þurfum við að færa kennsluna á morgun (5. okt) yfir í fjarkennslu á Teams. Við höldum stundaskrá og í staðinn fyrir að mæta í skólann þá opna nemendur tölvuna sína heima og fara inn á Teams og mæta þar í kennslustund. Nánari upplýsingar verða sendar út á morgun – gangi ykkur vel.

Viðburðir

október, 2020

Engir viðburðir

X