Skuggakosningar – lýðræði

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í dag komu frambjóðendur stjórnmálaflokka í heimsókn og hittu nemendur á einskonar hraðstefnumóti, fóru milli borða og kynntu fyrir nemendum helstu áherslumál síns flokks og spjölluðu við nemendur um allt milli himins og jarðar.  Eftir heimsókn framboðana voru skuggakosningar í MB. Þá hafa allir nemendur kosningarétt. Skuggakosningar í skólum á þessu stigi eru þáttur í uppeldi og aðlögun ungs fólks …

Innritun á vorönn 2025

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Opið fyrir umsóknir dagana 1. – 30. nóvember. Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2025 verður dagana 1. – 30. nóvember. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 4337700

Lokaverkefni – málstofa

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Úskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt, m.a. langtímaáhrif áfalla, áhrif kvíða á frammistöðu í íþróttum, heilsa bandarískra barna, einhverfa, áfallastreituröskun, ofbeldi í nánum samböndum, háþrýstingur, þróun bílsins, íslenski hesturinn o.fl.  Nemendur kynntu verkefni sín og svöruðu fyrirspurnum á málstofu sem haldin var þriðjudaginn 1. október sl.  Kynningarnar voru afar góðar, áhugaverðar og …

Ný stjórn NMB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Kosningar í stjórn Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2024 – 2025 fóru fram á vordögum. Nýju stjórnina skipa þau Ernir Daði Sigurðsson formaður, Jónas Bjarki Reynisson gjaldkeri, Eiríkur Frímann Jónsson skemmtanastjóri og Marta Lukka Magnúsdóttir ritari. Nú í skólabyrjun var svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema – Grétar Jónatan Pálmason. Við óskum nýrri stjórn innilega til hamingju með kjörið …

Lokað fyrir skráningu í fjarnám

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Við höfum nú lokað fyrir skráningu í fjarnám þar sem orðið er fullt í áföngum. Við þökkum frábærar móttökur og hlökkum til samstarfsins í vetur.

10 ára stúdentar MB – heimsókn

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í gær heimsóttu okkur, í MB, fulltrúar 10 ára stúdenta. Okkur fannst nú eins og þau hafi rétt verið að klára síðustu verkefnin, svona líður tíminn. Það var reglulega ánægjulegt  að hitta þessa frábæru fyrrverandi nemendur MB. Skólinn stefnir að því, í samvinnu við útskrifaða nemendur, að halda góðum tengslum við sína fyrrverandi nemendur og hittast reglulega á a.mk. 10 …

Innritun á haustönn 2024

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Innritun nýnema (nemendur úr 10. bekk) er hafin. Innritunin stendur frá 20. mars til og með 7. júní. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 433-7700 Innritun eldri nema stendur frá 15. janúar til og með 31. maí 2024. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans …

Ný stjórn NMB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Kosningar í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2024 – 2025 fóru fram fyrir skemmstu. Nýju stjórnina skipa þau Ernir Daði Arnberg Sigurðsson formaður, Jónas Bjarki Reynisson gjaldkeri, Eiríkur Frímann Jónsson skemmtanastjóri og Marta Lukka Magnúsdóttir ritari. Í haust verður svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema. Við óskum nýrri stjórn innilega til hamingju með kjörið og hlökkum til …

Opið hús – lífsnámsvika

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Allir nemendur á stúdentsbrautum sitja fimm áfanga í Lífsnámi, eina viku á önn. Þar læra nemendur okkar á ýmislegt, allt frá jafnrétti og mannréttindum yfir í fjármál. Þessa vikuna er kenndur áfangin FJÁRVIT. Við leggjum mikið upp úr að Lífsnámsvikan sé jafn skemmtileg og hún er gagnleg. Markmiðið er að leggja grunn að því að gera nemendur sjálfbjarga í raunverulegum …

Lokaverkefni – kynning

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Hluti af náminu í Menntaskóla Borgarfjarðar felst í því að undir námslok vinna nemendur svokölluð lokaverkefni. Lokaverkefni er einstaklingsverkefni þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Lokaverkefnin veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu sviði og gegna mikilvægu hlutverki við að þjálfa þá í að beita viðurkenndum aðferðum við meðferð heimilda, rannsókn eða …