Home » Articles posted by Lilja Ólafsdóttir

Author Archives: Lilja Ólafsdóttir

Jöfnunarstyrkur – umsóknarfrestur til 15. febrúar

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is Eingöngu er hægt að sækja um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á www.lin.is eða island.is. Umsóknarfrestur vegna vorannar 2020 er til 15. febrúar næstkomandi.

Lið MB mætir liði FG í fyrri umferð Gettu betur

Hér má sjá hluta hópsins að æfingum, ásamt þjálfara.

Nýlega var dregið um keppnislið í fyrri umferð Gettu betur sem fram fer nú í janúar. Lið MB mætir Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á morgun 8. janúar kl. 20:30 á RUV null.  Lið MB skipa þau Erla Ágústsdóttir, Svava Björk Pétursdóttir og Þórður Brynjarsson. Varamaður er Haukur Ari Jónasson og þjálfari er Þorkell Már Einarsson.

Nemendur MB í fremstu röð

Margir nemendur MB leggja stund á hinar ýmsu íþróttir. Um helgina fór fram kjör á íþróttamanni Borgarfjarðar við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti. Nemendur MB voru áberandi þegar kom að verðlaunum og má nefna að fjórir af fimm efstu í kjörinu eru annaðhvort núverandi eða fyrrverandi nemendur við skólann. Við óskum þeim og öðrum verðlaunahöfum innilega til hamingju.

Viðburðir

janúar, 2020

Engir viðburðir

X