Home » Articles posted by Lilja Ólafsdóttir (Page 2)

Author Archives: Lilja Ólafsdóttir

Ný stjórn nemendafélags MB

Kosningar í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2020 – 2021 fóru fram fyrir skemmstu. Nýju stjórnina skipa þeir Marinó Þór Pálmason formaður, Daníel Fannar Einarsson gjaldkeri, Bjartur Daði Einarsson skemmtanastjóri og Gunnar Örn Ómarsson ritari. Í haust verður svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema.

Skólahald eftir 4. maí

Mánudaginn 4. maí kl. 8:20 opnum við skólann eins mikið og hægt er, miðað við þær reglur og takmarkanir sem okkur eru settar sem við að sjálfsögðu hlítum. Mjög mikilvægt er að allir sýni ábyrgð og fylgi reglum sóttvarnayfirvalda um handþvott, sótthreinsun og fjarlægðarmörk.

Opnunartími skrifstofu verður með hefðbundnum hætti og þar geta nemendur leitað upplýsinga um allt sem þeim þykir óljóst. Náms- og starfsráðgjafi er til viðtals á hefðbundnum tíma en panta þarf tíma í viðtal.

Við munum skipta skólanum upp í tvö rými 

Efri hæð – þar sem gengið er inn á bakvið hús, upp stiga og inn í kennslustofur og skrifstofuhúsnæði á efri hæð

Neðri hæð – hefðbundinn inngangur

Brautskráning MB er dagsett föstudaginn 29. maí. Nánar verður tilkynnt hvort sú tímasetning breytist eða hvernig athöfninni verður háttað þegar nær dregur.

Innritun á haustönn 2020

Innritun eldri nemenda (fæddir 2003 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla hófst mánudaginn 6. apríl og lýkur sunnudaginn 31. maí. Þeir nota til þess rafræn skilríki eða Íslykil sem hægt er að sækja um á www.island.is  Sótt er um á menntagatt.is

Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 6. maí til 10. júní. Nemendur í 10. bekk hafa frest til að sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis 10. júní. Einkunnir þeirra verða sendar rafrænt frá grunnskólum til framhaldsskóla eftir skólaslit.

Viðburðir

júli, 2020

Engir viðburðir

X