Home » Articles posted by Lilja Ólafsdóttir (Page 2)

Author Archives: Lilja Ólafsdóttir

Dimmission í MB

Nemendur sem útskrifast í vor dimmittera í dag. Krakkarnir fóru um bæinn og vöktu kennara með söng og glensi í morgun og borðuðu svo morgunverð með kennurum og starfsfólki í skólanum. Síðan var haldið út í vorið og litið við á ýmsum stöðum í bænum. Klukkan 11:00 hefst svo skemmtidagskrá nemenda í hátíðarsal skólans og eru allir velkomnir.

Útskrift verður föstudaginn 25.maí og hefst kl. 14:00.

Samstarf MB og Nannestad Videregående skole

Í vikunni hefur hópur nemenda MB ásamt kennurum verið í heimsókn í Nannestad í Noregi, ekki svo langt frá Osló. MB á í samstarfi við Nannestad og er þetta í fyrsta sinn sem nemendur MB heimsækja skólann. Ferðin er hluti af samstarfi á sviði sögu og bókmennta, sem felur í sér ýmis verkefni og heimsóknir. Sem dæmi má nefna pylsugerð, grill, verkefni í tengslum við norskar og íslenskar þjóðsögur, skoðunarferð til Eidsvollsbygningen og fleiri staða.

Heimsókn 10. bekkja úr grunnskólum Borgarbyggðar

Í dag tóku kennarar og nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar á móti nemendum 10. bekkja úr grunnskólum Borgarbyggðar. Nemendurnir fengu kynningu á námsframboði, námsbrautum og stöku áföngum. Nemendur völdu sér áfanga sem þeir höfðu áhuga á að kynna sér frekar, tóku þátt í kennslustundum og unnu einstaka verkefni. Það var mjög ánægjulegt að fá þetta frábæra unga fólk í heimsókn í MB.