Heilsustefna

Menntaskóli Borgarfjarðar vill stuðla að góðu heilbrigði nemenda og starfsmanna með því að setja sér framsækna heilsustefnu í allra þágu. Skólinn leggur áherslu á velferð nemenda, líkamlega, andlega og félagslega. Í skólanum er boðið upp á heilnæmt fæði, morgunverð og hádegisverð. Skólinn er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskólar. Skólinn vinnur í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Vesturlands um almenna þjónustu við nemendur og starfsfólk. Skólinn stuðlar að aukinni þátttöku starfsfólks í íþróttum og hollri hreyfingu.

Meginmarkmið heilsustefnunnar eru eftirfarandi:

  • Að efla vitund fólks um mikilvægi góðrar heilsu líkamlega, andlega og félagslega.
  • Að styrkja heilsueflingu starfsmanna og nemenda.
  • Að hvetja til heilbrigðra lífshátta.
  • Að stuðla að því að allur aðbúnaður og hollustuhættir á vinnustað verði eins og best verður á kosið.
  • Að efla þekkingu á leiðum til að viðhalda góðri heilsu og heilbrigði.
  • Að koma í veg fyrir fjarveru starfsfólks frá vinnu vegna leiða eða líkamsástands.

Heilsuefling

  • Skólinn sýni fordæmi hvað varðar mikilvægi hollrar næringar.
  • Reykingar og önnur tóbaksnotkun eru óheimil í húsnæði og á lóð skólans.
  • Reglulega býður skólinn upp á fyrirlestra um heilsueflingu og líkamsrækt.
  • Að stuðla að aukinni vatnsneyslu nemenda og starfsmanna. Vatnsbrunnar eru í skólanum bæði fyrir nemendur og starfsfólk.
  • Notkun áfengis og annarra vímuefna er með öllu óheimil.

Starfsfólk

  • Starfsmönnum verði árlega boðið upp á flensusprautu.
  • Skólinn greiðir leið starfsmanna til þess að þeir geti sótt tíma í líkamsrækt.

Nemendur

  • Að nemendur þekki mikilvægi hollrar næringar út frá manneldismarkmiðum og hafi tækifæri til að nýta sér þá þekkingu til að efla eigið heilbrigði.
  • Að efla vellíðan nemenda; líkamlega, andlega og félagslega.
  • Skólinn mun í hvívetna vinna markvisst starf í þágu forvarna og kynna fyrir nemendum skaðsemi vímuefna.
  • Koma í veg fyrir að einelti og andlegt ofbeldi eigi sér stað með markvissum umræðum um afleiðingar þess og aðgerðum.
  • Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslunnar í Borgarnesi aðstoðar nemendur ef upp koma vandamál er tengjast líkama og sál. Hjúkrunarfræðingurinn vinnur í nánu samstarfi við skólastjórnendur, kennara og námsráðgjafa með hagsmuni nemenda að leiðarljósi.