ÍÞR101

Áfangalýsing – Íþróttir

Menntaskóli Borgarfjarðar

Námsgrein: ÍÞR 101

Fjöldi eininga: 1

Undanfari: Enginn

Lýsing á efni áfangans:

Í áfanganum er lögð áhersla á verklega og fræðilega þætti upphitunar og þols fyrir einstaklinginn. Farið er yfir mikilvægi upphitunar fyrir líkamlega þjálfun og unnið með æfingar og leiki sem henta fyrir líkams- og heilsurækt eða mismunandi íþróttagreinar. Farið er yfir það helsta sem á sér stað í líkamanum við upphitun og þá kosti sem góð upphitun hefur í för með sér. Í áfanganum er einnig fjallað um þol og þolþjálfun og hvernig byggja megi upp og viðhalda þoli. Farið er yfir muninn á lofháðri og loftfirrtri þolþjálfun auk þess sem farið verður yfir almennt og sérhæft þol tengt ýmsum íþróttagreinum. Þá verða nemendum kynntar aðferðir við mælingar á þoli.

Hér er nánari áfangalýsing:IÞR101