LKN102

Áfangalýsing – Lífsleikni

Menntaskóli Borgarfjarðar

Námsgrein: LKN 102

Fjöldi eininga: 2

Undanfari: Enginn

Lýsing á efni áfangans:

Markmið áfangans er að nemandi öðlist færni í samskiptum, kynnist sjálfum sér og samnemendum sínum. Að nemandi kynnist lífi framhaldsskólanemans og átti sig á viðmiðum, gildum, kostum og göllum við það að verða fullorðinn. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og markmið þeirra er að búa einstaklinginn undir áskoranir og verkefni dagslegs lífs. Fjallað er um fjármál einstaklinga, kynheilsu, jafnréttismál, umhverfismál, ábyrga hegðun í umferðinni og um námstækni og námsvenjur.

Hér er nánari áfangalýsing: LKN102