Áfangalýsing – Næringafræði
Menntaskóli Borgarfjarðar
Námsgrein: NÆR2A05 – Næringarfræði
Fjöldi feininga: 5
Undanfari: Enginn
Lýsing á efni áfangans:
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á grundvallaratriðum næringarfræðinnar og samspili næringar og heilsu og líkamsþjálfunar. Fjallað er um næringarþörf mannsins, næringargildi og samsetningu helstu matvara. Farið er í uppbyggingu og samsetningu próteina, fitu og kolvetna. Fjallað um vatn, vítamín og steinefni og gerð grein fyrir gildi þessara efna í fæðunni. Matseðlar metnir og samdir og reiknað næringargildi út frá töflum. Fjallað er um áhrif matreiðsluaðferða á næringargildi. Ýmsir næringartengdir sjúkdómar ræddir.
Hér er nánari áfangalýsing:afangalysing_NÆR2A05