Reglur um skólavist

Reglur um skólasókn

Í alla áfanga er 100% mætingaskylda. Nemendur eða forráðamenn þeirra verða að tilkynna um veikindi og önnur forföll. Geti nemandi ekki sótt skóla vegna veikinda skal tilkynna forföllin samdægurs á skrifstofu skólans í síma 433 7700, áður en fyrstu kennslustund viðkomandi nema lýkur. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur skili inn læknisvottorði vegna veikinda. Nemendur fá ekki einingar fyrir skólasókn.

Ef nemandi sinnir ekki skyldum sínum og mætingu fer að hraka taka eftirfarandi viðurlög gildi:

Við 15 fjarvistastig: Viðtal við umsjónarkennara + foreldrar

Við 25 fjarvistastig: Viðtal við aðstoðarskólameistara + foreldrar

Við 35 fjarvistastig: Viðtal við skólameistara + foreldrar + skólasamningur

  • Ein fjarvist úr 40 mín. kennslustund jafngildir einu fjarvistastigi. Eitt seint jafngildir hálfu fjarvistastigi.