SAG204

Áfangalýsing – Saga

Menntaskóli Borgarfjarðar

Námsgrein: SAG204

Fjöldi eininga: 4

Undanfari: SAG104 eða ÍSL304

Lýsing á efni áfangans:

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist ólíkum tegundum sagnfræðilegra vinnubragða. Leitast verður við að kynna aðferðir við söfnun munnlegrar sögu, frumheimildir og gildi heimilda sem og ólíkar nálganir innan sagnfræðinnar svo sem einsögu, kvennasögu og hagsögu. Fjallað verður um tímabilið sem kallað er stutta 20. öldin, tímabilið frá 1914-1989. Tímabilið verður skoðað með gleraugum mannkynssögunnar en atburðir hennar verða einnig skoðaðir frá íslensku sjónarhorni.

Hér er nánari áfangalýsing: SAG204