SÁL104

Áfangalýsing – Sálfræði

Menntaskóli Borgarfjarðar

Námsgrein: SÁL104

Fjöldi eininga: 4

Undanfari: Enginn

Lýsing á efni áfangans:

Nemendur fái innsýn í fræðigreinina, helstu viðfangsefni hennar, rannsóknaraðferðir og sögu hennar. Fjallað verður um helstu sjónarmið í nútímasálfræði, ennfremur um minni og námstækni, viðbragðsskilyrðingu og tengsl hennar við daglegt líf, til dæmis ótta, lært bjargarleysi og áhrif auglýsinga; einnig um virka skilyrðingu í sambandi við t.d. uppeldi og hegðunarvandamál; og sjálfsmynd og samskipti. Nemendur beiti vísindalegri aðferð og hugsun við gerð lítilla rannsókna.

Hér er nánari áfangalýsing: SAL104