Áfangalýsing – Siðfræði
Menntaskóli Borgarfjarðar
Námsgrein: SIÐ102
Fjöldi eininga: 2
Undanfari: Enginn
Lýsing á efni áfangans:
Siðfræði er hagnýt heimspeki. Hvernig er hægt að vita hvernig maður á að taka siðferðilegar ákvarðanir? Getur maður ekki ákveðið sjálfur hvað er rétt og hvað er rangt? Í áfanganum verður fjallað um helstu siðfræðikenningar og afstæðishyggju. Við það komast nemendur í kynni við klassísk rit eftir spekinga á borð við Aristóteles, Kant og Mill, auk nútímahöfunda. Nemendur tileinki sér jafnframt fræðilegar aðferðir og vinnubrögð í heimildavinnu, skrifi ritgerð um siðferðislegt álitamál og færi rök fyrir afstöðu sinni.
Hér er nánari áfangalýsing: SID102