Skólareglur (gamalt)


Sjálfstæði – færni – framfarir

1. Nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn eiga að mæta stundvíslega til starfa.

2. Nemendum og starfsmönnum ber að ganga snyrtilega um húsnæði og lóð skólans og  fara vel með húsmuni og tækjabúnað.

3. Öll meðferð og neysla áfengis og annarra vímuvaldandi efna t.d. tóbaks er bönnuð í  húsnæði og á lóð skólans. Einnig á öllum skemmtunum og          samkomum á vegum  skólans

4. Skólayfirvöldum, í samráði við stjórn NMB, er heimilt að leita að áfengi og  vímuvaldandi efnum í skólanum, á lóð skólans og í tengslum við skólaviðburði.

5. Neysla matvæla og drykkja er óheimil í kennslustofum.

6. Nemendum og kennurum ber að skila kennslustofum snyrtilegum í lok kennslustundar.

7. Ekki skal trufla vinnu annarra í skólanum.

8. Ábyrgð á námsvali er fyrst og fremst í höndum hvers nemanda.

9. Kennari er verkstjóri í kennslustund en í því felst að fyrirmælum hans ber að hlýða.

10. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á að kynna sér reglur og starfsáætlanir skólans og þar með einnig að kynna   sér þær leiðir og möguleika sem þeir hafa til að koma málum  sínum á framfæri.

11. Starfsfólk og nemendur ganga ekki um á útiskóm innandyra.

12. Nemendur skulu fylgjast reglulega með tilkynningum t.d. í tölvupósti eða Námskjá.

Brot á reglum skólans getur valdið brottvísun.
Ávallt skulu starfsmenn og nemendur sýna
hver öðrum kurteisi og tillitssemi.
____________________________________________________________________________________________________________

Skólareglur PDF skjal

Skólareglur – Google docs skjal