Ráðstefna þann 17. apríl 2024
Áhersla á STEM og STEAM nám og kennslu
VIÐ HÖFUM LOKAÐ FYRIR SKRÁNINGU
09:30 | Morgunhressing í boði MB | |
10.00 | Setning | Bragi Þór Svavarsson, skólameistari. |
10.10 | Ávarp Mennta- og barnamálaráðherra | Ásmundur Einar Daðason. |
10.30 | STEM/STEAM – Hvað, af hverju og hvernig?
Í þessu erindi verður farið örstutt yfir skilgreiningarnar á STEM og STEAM, kennsluaðferðum þeirra og muninum þar á milli.
|
Martin Jónas Björn Swift, verkefnisstjóri á sviði náttúru- og tæknigreinamenntunar á Menntavísindasviði og Verkfræði- og náttúruvísindasviði, Ragna Anna Skinner, verkefnisstjóri STEAM menntamiðlunar. |
11.00 | Þróun STEAM náms og kennslu í MB
Nálgunin í erindinu eru reynslusögur úr tilraunakennslu STEAM áfanga og rætt um áskoranir og gleðistundir, nemenda og kennara. |
Signý Óskarsdóttir, verkefnastjóri skólaþróunar MB. |
11:30 | Skóli til hvers?
Í erindinu fjallar Helena um eigin reynslu, breytt hlutverk og helstu áskoranir skólakerfisins. |
Helena Guttormsdóttir er lektor við landslagsarkitektabraut Landbúnaðarháskóla Íslands og hefur komið að kennslu og náskeiðahaldi fyrir öll skólastig, auk fjölda nýsköpunarverkefna. |
12:00 | Hádegismatur | |
13:00 | Vinnustofur hefjast | Skráning í vinnustofur er nauðsynleg, sjá neðar á þessari síðu. |
Hér er lýsing á vinnustofunum. Athugið að síðustu tvær vinnustofurnar á listanum taka 80 mínútur.
13:00 – 13:40 | Umsjón | Staðsetning |
Sjálfsmynd og seigla í skapandi skólastarfi:
Hvernig getur sjálfsmynd og sjálfsþekking verið lykillinn að seiglu og mögulega haft áhrif á skapandi skólastarf? Fræðsla og æfingar. |
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, B.Sc. í íþróttafræði og diplóma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði. |
Stofa 203 |
Sjónarafl – Myndlæsi:
Kynning á kennsluefninu Sjónarafli sem miðar með markvissum hætti að því að tengja kennslu í myndlæsi og listasögu. Þjálfun í myndlæsi eykur hæfni í tjáningu, virkri hlustun, hugtakaskilningi og gagnrýnni hugsun. Einnig verður fjallað verður um þverfaglega verkefnið Ísabrot, þar sem myndlist og vísindi mætast í í skapandi vinnu nemenda og listamanna. |
Ingibjörg Hannesdóttir, sérfræðingur í fræðslu og miðlun hjá Listasafni Íslands. | Stofa 202 |
Saman erum við sterkari:
Kynning á STEM og STEAM námsvistkerfum með áherslu á samfélagsþátttöku. |
Huld Hafliðadóttir og Bridget E. Burger frá STEM Ísland. | Kjallari |
Stutt kaffipása | ||
13:50 – 14:30 | Umsjón | Staðsetning |
Tónlist og forritun:
Þátttakendur fá tækifæri til að kynnast tónlistarsköpun í gegnum forritun í Tunepad og skapa sín eigin tónverk. Í þessa vinnustofu eru þátttakendur beðnir að koma með tölvu. |
Kári Halldórsson, aðjúnkt við tölvunarfræðideild HR. | Stofa 202 |
Breakout Edu – hugsað út fyrir kassann:
Breakout Edu svipar til flóttaleikja (e. escape rooms) nema aðlagað að skólastofunni. Þátttakendur lenda í vanda og þurfa að hugsa út fyrir kassann til þess að komast inn í kassann og bjarga þannig mögulega heiminum. Eflir þrautseigju og lausnaleitarhugsun en svo er þetta líka svo gaman! |
Nanna María Elfarsdóttir, umsjónakennari í Brekkubæjarskóla. | Stofa 203 |
Geocamp: Stuðningur við innleiðingu STEM kennsluaðferða í skólum.
Hvað er STEM/STEAM og hvað þýðir það fyrir kennara? Hvernig getum við stigið inn í sköpunargleði og nýsköpun í skólastarfi, án þess að gefa afslátt af þekkingunni sem nemendur þurfa að tileinka sér. |
Sigrún Svafa Ólafsdóttir, kennari og verkefnastjóri. | Kjallari |
13:00 – 14:30 (80 mínútur) | Umsjón | Staðsetning |
Vísindi og listsköpun:
Vinnustofan er verkleg og mun nýta aðferðir myndlistar til að takast á við málefni loftslagsbreytinga og sjónum sérstaklega beint að hnignun jökla. Unnið er með aðferðum leitarnáms og skapandi nálgunar með tengingu við aðalnámskrá og verkefnatillögur. |
Dr. Ásthildur Jónsdóttir, sjálfstætt starfandi fræðimaður, listakona og sýningarstjóri. | KVIKA |
Stærðfræði og listsköpun:
Vinnustofan er verkleg og unnið verður með tengingu stærðfræði og lista með áherslu á fjölbreytta kennsluhætti og skapandi starf. Þátttakendur fá að spreita sig á hringfaraverkefnum, vinna með gullinsnið, fibonacci rununa, þökun/Escher, Origami og fleira. |
Borghildur Jósúadóttir, kennari og listakona. | Stofa 201 |