Áfangalýsing – Þjálffræði
Menntaskóli Borgarfjarðar
Námsgrein: ÍÞF3A06 – þjálffræði
Fjöldi feininga: 6
Undanfari: ÍÞF2B04 – íþróttasálfræði
Lýsing á efni áfangans:
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur læri um starfsemi hjarta og blóðrásarkerfis, lungna og taugakerfis og áhrif markvissrar þjálfunar á þessi líffærakerfi. Einnig er fjallað um gerð vöðvaþráða og áhrif mismunandi þjálfunar á starfsemi þeirra. Sérstök áhersla er lögð á að tengja lífeðlisfræði við íþróttaiðkun. Nemendur fá kennslu um þol, kraft, hraða og liðleika. Farið er yfir kannanir tengdar þrekþáttum. Komið er inn á tækni og tækniþjálfun íþróttamanna. Nemendur fræðast um skipulag þjálfunar íþróttamanna og mikilvægi markmiðssetningar í tengslum við áætlanagerð. Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur.
Hér er nánari áfangalýsing:afangalysing_IÞF3A06