Skólahjúkrunarfræðingur

Íris Björg Sigmarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, er tekin til starfa í MB og sinnir skólahjúkrun fyrir nemendur. Hún er með viðveru í skólanum á fimmtudögum frá 10:00 – 14:00.  Tímapantanir eru á netfanginu iris.b.sigmarsdottir@hve.is og hjá námsráðgjafa á netfanginu elin@menntaborg.is eða „droppa“ við.

Skólahjúkrunarfræðingar veita þjónustu í flestum framhaldsskólum landsins

Þjónustan er á formi einstaklingsmiðaðrar ráðgjafar hjúkrunarfræðinga, með staðsetningu í skólunum. Áherslan er á vegvísi um heilbrigðiskerfið og er boðið upp á fræðslu og ráðgjöf við vægum vanda, s.s. tengdum geðheilbrigði, kynheilbrigði, félagslegum vanda og almennu heilbrigði. Þjónustan er viðbót við þá stuðningsþjónustu sem nú þegar er til boða í skólunum og er nemendum og skólunum að kostnaðarlausu.