Forvarnardagur í MB

Dagskráin er þannig að það er kennsla í fyrsta tíma. Klukkan 10:00 fara allir á sal bæði þeir sem eiga að vera í tíma og einnig þeir sem eru í eyðu. Við byrjum með kynningum frá lögreglu, samgöngustofu og neyðarlínunni. Eftir það verður sviðsett umferðarslys við skólann þar sem við fáum að fylgjast með hvernig viðbragðsaðilar vinna á vettvangi. Að því loknu borðum við venju samkvæmt og kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá klukkan 13:00. Athugið að vera klædd miðað við veður þar sem hluti dagskrárinnar verður úti.

The event is finished.